Framboð til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann.

En í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum ÍSS skal á næsta skautaþingi, 2018, kjósa samkvæmt nýju kosningarfyrirkomulagi en kjósa skal tvo aðalmenn og einn varamann, til eins árs.

Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 6.grein laga ÍSS á heimasíðu www.iceskate.is

Framboðsfrestur rennur út 31. mars 2018 og skal framboðum skilað til kjörnefndar, á netfangið info@iceskate.is

Kjörnefnd skipa:

Elín Gautadóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragna Kristín Gunnarsdóttir
Stefán Hjaltalín