Gull á Grand Prix Bratislava 2017

Gull á Grand Prix Bratislava 2017

Verðlaunapallur Advanced Novice

Ísold Fönn með þjálfara sínum, Iveta Reitmayerova

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann Gull í Advanced Novice

Grand Prix Bratislava fór fram í 59. skipti dagana 15.-17. desember.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir keppti þar fyrir Íslands hönd í keppnisflokkun Advanced Novice og gerði sér lítið fyrir og nældi sér í gullverðlaun. Hún var með 93.39 heildarstig úr báðum prógrömmum.

Í þessum keppnislfokk mættu 33 stúlkur til keppni frá 10 löndum.
Mótið er stórt og margir sterkir keppendur. Keppt er eftir reglum ISU (Alþjóða skautasambandsins) en Advanced Novice er keppnisflokkur fyrir yngstu keppendur sem keppa undir þeirra merkjum.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu listskauta á Íslandi að íslenskur keppandi vinnur gullverðlaun á erlendu ISU móti.

Ísold Fönn er nýkrýndur Íslandsmeistari í Advanced Novice þar sem að hún setti einnig íslenskt stigamet.
Á Íslandsmótinu var hún fyrsti íslenski skautarinn til þess að lenda hreinu þreföldu Toeloop (3T).
Á Grand Prix mótinu lenti hún þreföldu Toeloop í samsteningu með tvöföldu Toeloop (3T+2T). Þar er hún fyrsti íslenski skautarinn til að lenda hreinu þreföldu stökki í samsetningu.

Skautasamband Íslands óskar Ísold Fönn innilega til hamingju með árangurinn.

Translate »