Fræðsludagur ÍSS í samvinnu við FSÍ

Fræðsludagur ÍSS í samvinnu við FSÍ

Fréttin er uppfærð

Síðustu daga höfum við mætt ýmsum tæknilegum áskorunum sem hafa orðið til þess að Fræðsludagurinn hefur tekið á sig nýja mynd.

Fyrirlestrarnir verða teknir upp og sendir til allra skráðra þjálfara í næstu viku, með þessu fyrirkomulagi gefst öllum tækifæri til að horfa á sínum tíma/hraða. Útgáfa með enskri þýðingu mun taka örlítið lengri tíma og berst ykkur um leið og hún er tilbúin.
Í lok fyrirlestranna þarf að svara nokkrum spurningum sem staðfestir áhorf hvers og eins.

Skráning í Nóra verður opin út mánudaginn 5.október.


Fræðsludagur Skautasambands Íslands fer fram laugardaginn 3.október næst komandi frá kl.14:00-17:00. Vegna covid ástandsins í samfélaginu þá hefur verið ákveðið að dagurinn fari eingöngu fram á netinu og vegna þessa er eingöngu hægt að túlka daginn á ensku.
Notast verður við Microsoft Teams og eru þátttakendur beðnir um að kynna sér það forrit vel. Mikilvægt er því að skrá rétt netfang við skráningu.

Skráning fer fram í gegnum Nóra, iceskate.felog.is, og er kostnaðurinn kr. 2.500,- fyrir hvern þjálfara.
Skráning er opin þar til í lok dags þann 30. september.

Allir þjálfarar sem fylgja skauturum í verkefni á vegum ÍSS þurfa að mæta á fræðsludaginn.

_________________

Á haustin koma allir fimleikaþjálfarar saman á fræðsludegi Fimleikasambandsins. Tekin eru fyrir hin ýmsu málefni sem snerta starf þjálfarans og íþróttahreyfingarinnar. Skautasamband Íslands hefur samið við Fimleikasambandið um það að þjálfarar innan skautaíþrótta sæki þennan fræðsludag. Með því er hægt að bjóða upp á betri og víðtækari fræðslu þar sem um sætti hóp er að ræða.

Dagskrá

Kl. 14:00 – 14:50   Trans börn og íþróttir – Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78

Fjallað verður um málefni trans barna. Farið yfir helstu hugtök og tungutak sem trans börn og börn með ódæmigerða kyntjáningu nota um sig til að geta komið fram af virðingu og átt góð samskipti. Kynntar helstu áskoranir sem trans börn standa frammi fyrir í íþróttahreyfingunni og hvernig er hægt að koma til móts við þau. 

Kl. 15:00 – 16:00    Forvarnargildi íþrótta, þáttur þjálfara – Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild í Háskólanum í Reykjavík

Þáttur þjálfarans sem fyrirmynd er oft mun mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir. Börn sem æfa 3-4 x í viku verja oft meiri tíma með þjálfaranum og hópnum sínum en foreldrunum þá daga sem æft er. Fjallað verður um íslenska forvarnar módelið þegar kemur að frávikshegðun og mikivægi íþrótta í því samhengi. 

Kl. 16:10 – 17:00    Þjálfarinn, samskipti og siðferði – Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og Bs í sálfræði

Fjallað verður um hlutverk þjálfarans, hvað einkennir góðan þjálfara, gamlar mýtur í þjálfun og góð og slæm samskipti í íþróttaasal. Einnig verður farið yfir siðareglur sambandsins og hvað er viðeigandi í samskiptum við iðkendur. Fyrirlesturinn verður gagnvirkur og verður forritið Menti notað fyrir umræður um hvert málefni.

Translate »