Skautasamband Íslands

Viktoría Lind

Fædd: 19. febrúar 2004
Klúbbur: Skautafélag Reykjavíkur
Hæð: 159 cm
Byrjaði að skauta: Ég byrjaði að skauta þegar að ég var 7 ára.
Þjálfari: Guillaume Kermen
Danshöfundur:
   Stutt: Nadia Margrét Jamchi
   Frjálst: Simone Grigorescu Alexander
Tónlist:
   Stutt: Survivor- 2WEI
   Frjálsa: Edith Piaf
Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Elísabet og Björn. Ég á tvo bræður Hinrik og Viktor.
Heimilisdýr:Ég á tvær kisur, Bella og Tommi
Uppáhaldsjónvarpsþáttur: The 100
Uppáhaldslitur: Pastel fjólublár.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Besti drykkurinn: Vatn
Besta tónlistin: Ég hlusta á allt fyrir utan óperu og þungarokk.

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Ég fór fyrsta skipti á skauta í afmæli hjá bekkjarsystir minni sem æfði skauta. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég byrjaði í skautaskólanum.

Hvenær kepptirðu fyrst: Í byrjun árs 2012.

Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar:  Ég á alveg nokkrar fyrirmyndir en það eru tvær í uppáhaldi,  Yu-Na Kim og Ashley Wagner.

Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst skemmtilegast að stökkva og ná einhverju nýju sem ég er búin að vinna að.

Hvað er erfiðast við íþróttina: Andlega hliðin,  Það er mjög erfitt að halda einbeitingu þegar að andlega hliðin er ekki í lagi. Þannig að það þarf alltaf að passa uppá það.

Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Íþróttin hefur gefið mér mjög góðar vinkonur og ég hef einnig þurft að læra að vera vel skipulögð, öguð og samviskusöm sem hefur hjálpað mér einnig í öðru en á skautum.

Hvert er endamarkmið þitt: Að ná þeim árangri sem ég er sátt við.

Hefurðu önnur markmið: Já mitt markmið er að ná nokkrum þreföldum stökkum og ná að vera mjög góð í spinnum.

Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Með jákvæðu hugafari og reyna að halda einbeitingu við markmiðið eins og ég get.

Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Gera eitthvað með skautastelpunum, ferðast og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Ég hugsa oftast um tæknina og allt sem ég geri í prógraminu. Og að ég ætla að reyna að hafa gaman að þessu, ekki vera of alvarleg.

Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Ég reyni ekki að pæla mikið í hlutunum sem ég á eftir að gera svo ég stressist ekki upp.

Hefurðu lukkugrip: Nei, ég er ekki með neitt svoleiðis.

Hver er þinn helsti kostur:  Ég er mjög stundvís, skipulögð og samviskusöm.

Hver er þinn helsti löstur: Ég hugsa stundum of mikið út í hlutina sem ég þarf að gera. Ég get líka stundum tekið mjög litlum hlutum nærri mér.

Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir:  Oftast hlusta ég á tónlistina mína sem ég keppi með.  En stundum hlusta ég á einhverja rólega tónlist sem er í uppáhaldi þegar að ég er að keppa.

Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Það gengur ágætlega en stundum er erfitt að hafa tíma fyrir félagslífið

Hvað gerirðu í frítímanum: Ég hlusta mikið á tónlist og mér finnst mjög gott að slaka bara á heima þegar að ég er ekki að skauta eða í skólanum. Einnig geri ég oft eitthvað með fjölskyldunni og stelpunum úr SR.

Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Ég væri til í að fara til Hawaii, hefur alltaf verið minn draumur. Mér finnst umhverfið á Hawaii svo fallegt.

Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Ég nota ekki mikið youtube en stundum horfi ég á skautamyndbönd.

Notarðu mikið samfélgasmiðla: Já stundum en ekki mikið.

Hvers konar sjónvarpsefni horfirðu mest á: Aðalega spennuþættir eða spennumyndir.

Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Vinna í slökkviðliðinu og vinna sem danshöfundur á skautum ☺

Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Ég er mjög skipulögð, get stundum verið svoldið alvarleg,

Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Samviskusöm, dugleg að mæta á æfingar og er mjög áhugasöm.

Hvað gerir þig reiða: Þegar ég næ ekki einnhverju sem mér langar mikið til að ná í skautum, þá get ég orðið reið ☺

Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: Ég sé fyrir mér að vera búin eða vera að klára eitthvað skemmtilegt nám, sem ég get unnið við í framtíðinni.

Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu:  Fjölskyldan mín, vinir mínir og auðvitað skautarnir.

Translate »