Skautasamband Íslands

Þuríður Björg Björgvinsdóttir

Fædd: 15. desember 1997

Klúbbur: Skautafélag Reykjavíkur
Hæð: 176 cm
Byrjaði að skauta: 7 ára
Þjálfari: Guillaume Rémy Kermen
Danshöfundur: Simone Grigorescu Alexander 
Tónlist:
-           Stutt prógram: La vie en rose
-           Frjálst prógram: Gypsy Violin, Dark Vampire

Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Sigríður Matthildur og Björgvin Ingvar. Ég á tvær systur (Sandra og Guðrún) og þrjá hálfbræður (Ágúst, Sigþór og Ásgeir)
Heimilisdýr: Tvær kisur (Porto og Monako) og einn hund (Þengill)

Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Grey's Anatomy og Desperate Housewives
Uppáhaldslitur: Bleikur
Uppáhaldsmatur: Humar
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
Uppáhaldstónlist: Mjög margt, t.d. finnst mér mjög gaman að hlusta á spænska tónlist.

Tölfræði

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Þegar ég var um 6-7 ára prófaði ég margar íþróttir og endaði á því að prófa skauta og heillaðist strax af því.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Mínar helstu fyrirmyndir eru Elizaveta Tuktamysheva og Carolina Kostner. Það sem mér finnst svo frábært við hana Elizavetu er hvernig hún túlkar dansana sína og hvernig hún hefur komið sterk til baka eftir þroskatímabil og meiðsli. Carolina ber auðsjáanlega mikla virðingu fyrir íþróttinni og ég elska stökkin hennar. Mér finnst líka frábært að hún sé enn þá að æfa og keppa 31 árs gömul.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst mjög skemmtilegt að stökkva og gera spor við tónlist sem hefur góðan takt. Síðan elska ég tilfinninguna eftir að ég er búin að leggja mig alla fram á æfingum og það skilar sér á keppnum.  
Hvað er erfiðast við íþróttina: Ég myndi segja að erfiðast við íþróttina væri andlega hliðin, oft sem það tekur virkilega á andlegu hliðina bæði á æfingum og keppnum.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Íþróttin hefur gefið mér svo margt: aga, skipulag jákvæða líkamsvitund, gefast ekki upp þó móti blási, sjálfstraust, bestu vinkonur mínar.
Hvert er endamarkmið þitt: Mitt enda markmið er að ná eins langt og ég mögulega get og enda sátt með það.
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Vera með fjölskyldu og vinum, Jóga, ferðast, skíði, fara á kaffihús og margt fleira.
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Reyni að hugsa sem minnst á meðan ég geri prógramið og læt líkamann alveg vinna sína vinnu.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Það sem ég geri er að vera smá kærlaus og hugsa hvað mér finnst þetta skemmtilegt þannig næ ég að nýta stressið á jákvæðan hátt.
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Hlusta á tónlist sem er mikið kvetjandi til dæmis Tiesto. Síðan finnst mér möst að hlusta á La Mordidita með Ricky Martin allavegana einu sinni áður en ég keppi.
Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Þar kemur skipulagið sterkt inn, það þarf að skipuleggja sig vel til að hafa tíma í þetta allt og þá gengur það.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Myndi vilja ferðast til Afríku og eitthvað af Asíu löndunum, því ég hef aldrei kom til þessara heimsálfa og langar að upplifa lífshátt og menningu þeirra.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Horfi aðallega á skautamyndbönd frá mismunandi mótum og kemur stundum fyrir að ég horfi á einhver förðunarmyndbönd.
Notarðu mikið samfélgasmiðla: já svona ágætlega mikið.
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Ég er róleg og yfirveguð, er með húmor (sýni hann aðallega þeim sem ég þekki best), er mjög nákvæm, ákveðin og stend fast á mínu.

Translate »