Skautasamband Íslands

Margrét Sól Torfadóttir

Fædd: 13. mars 1999

Klúbbur: Skautafélag Reykjavíkur
Hæð: 168cm
Byrjaði að skauta: 3ja ára janúar 2001
Þjálfari: Guillame Kermen
Danshöfundur: Garett Kling Nadia Margrét Jamchi
Tónlist:
         Stutt prógramm: Save the last dance for me
         Langt prógramm: TheTheory of Everything
Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Torfi Arason og Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir. Ég bý með móður minni og stjúpföður og þrjá bræðrum; Mána, Alex og Mikael og eina stjúpsystur, Evu.
Heimilisdýr: Köttur, Nansý
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Castle og Grey´s Anatomy
Uppáhaldslitur: Fjólublár
Uppáhaldsmatur: Sætar kartöflur
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi
Uppáhaldstónlist: Gömul og góð lög sem hægt er að dansa við

Tölfræði

 

Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Maé-Bérénice Méité sem er frönsk og að mínu mati algjör brautryðjandi í íþróttinni en bráðna ég líka pínu þegar ég horfi á Evgeniu Medvevu heimsmeistara skauta.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Klárlega stökkin, það er ekki á hverjum degi sem þú getur flogið!
Hvað er erfiðast við íþróttina: Að mínu mati er það andlega hliðin, að sjálfsögðu er alveg mjög erfitt að skauta prógramið sem er oft líkt við að hlaupa spretthlaup í 4 mínútur nema brosa og láta það líta út eins og það sé ekkert mál en þessi íþrótt er algjör andlegur rússíbani sem getur reynt á stundum.
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Ég elska að baka og ferðast og geri mjög mikið af því.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Hlusta á tónlist og reyni bara að anda og svo alltaf eftir keppni þá rúlla ég og teygi
Hver er þinn helsti kostur: Ég myndi segja að minn helsti kostur væri metnaðurinn minn, ég fer aldrei hálfa leið og hef metnað fyrir öllu sem ég geri
Hver er þinn helsti löstur: Ég á það til að festast í neikvæðu hugarfari sem er örugglega eitt það versta sem þú getur gert
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Gömul og góð lög sem hægt er að dansa við! Keppnislagið mitt er ,, Dancing in the Moonlight”.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Til Perú því menningin þar er eitthvað sem allir verða að upplifa og mig langar mjög mikið að sjá MAchu Pitchu
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Stefni á að verða læknir en guð má vita hvert lífið tekur mig.

Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Frekar klaufsk en finnst fátt skemmtilegra að hlæja af sjálfri mér.
Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Hef mikinn persónuleika á ísnum og finnst fátt skemmtilegra en að vera ein og skauta dansinn sem að ég held að endurspeglist pínu til áhorfenda.
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: Mjööög líklega að læra eitthvað skemmtilegt, hvort það sé hérna heima eða einhvers staðar allt annarsstaðar
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: Fjölskylda og vinir! Klárlega! Þykir reyndar rosa vænt um köttinn minn líka, er hún samt ekki fjölskylda? Eða vinur?

Translate »