Skautasamband Íslands

Margrét Rún Karlsdóttir

Mótstjóri Skautafélags Akureyrar

Kanntu að skauta? Mjög lítið. Ég get staðið en ég get varla stoppað mig. Skautaði eigghvað aðeins sem krakki en var mest á skíðum.

Hverju sætir áhugi þinn á íþróttinni? Það var eiginlega tilviljun. Hún var 4-5 ára í fimleikum en eftir það breytast æfingarnar hjá þeirri íþrótt og hún bara missti áhugann. Þá fór hún með vinkonu sinni á skauta og vildi æfa það í staðinn. Svo bara var þetta fljótt að vinda upp á sig og henni finnst þetta mjög gaman.

Hve miklum tíma verð þú í sjálfboðaliðastarf í skautum? Það er sérstaklega í kringum mót og sýningar.

Hvað er það helst sem þú gerir innan félagsins? Ég bauð mig fyrst fram í stjórn listhlaupadeildar og svo að auki sem mótstjóri. Núna er ég mótstjóri á öllum mótum hjá Skautafélagi Akureyrar og hef gert það s.l. 2 ár og sit í mótanefnd með tveimur öðrum (fulltrúa úr stjórn og kynni). Má bara segja að ég hafi farið beint í djúpu laugina.

Hvað fékk þig til að byrja að bjóða þig fram til sjálfboðaliðastarfa? Að styðja bara við barnið sitt. Ég vildi kynnast íþróttinni aðeins betur og læra meira um hana.

Hvað viltu segja við þá sem hafa ekki enn boðið sig fram til starfa? Hér á Akureyri erum við náttúrurlega rosalega fá og oft á tíðum eru það bæði pabbinn og mamman sem koma að mótinu og stundum jafnvel afar og ömmur. En það hefur kannski ekki verið mikið vandamál að fá fólk t.d. til að manna camerurnar þá höfum við verið að fá pabbana í það og þeir eru bara hressir með að læra það starf. Finnst það bara gaman. Kannski af því að við erum svo fá þá stendur fólk svo vel saman. Eins og þegar höllin var tekin í gegn þá komu þarna einhverjir pabbar og smíðuðu bara nýja panelaðstöðu í sjálfboðaliðavinnu.

Hvað finnst þér mest gefandi við að vera sjálfboðaliði? Bara að sjá afraksturinn, að hafa skilað góðu móti og sjá allt ganga upp. Ég vil að iðkendur, foreldrar, vallarstjóri og dómarar gangi allir glaðir frá mótinu. Það er mitt markmið. Alveg frá þrifum upp í mikilvægustu störfin.

Er eitthvað úr starfi þínu sem sjálfboðaliði minnisstæðara en annað? Fyrsta mótið var frekar stressandi en maður var bara duglegur að lesa leiðbeiningar í Mótahandbókinni og svo var fyrrverandi mótstjóri mér innan handar. Maður spurði bara það sem maður þurfti að spyrja.

Telur þú að þeir sem bjóða fram tíma sinn þurfi að hafa eitthvað sérstakt til að bera? Neii. Þú lærir svo mikið um íþróttina í leiðinni og á endanum er það mikil hjálp fyrir barnið þitt líka. Það er svo margt sem þarf að gera. Það geta allir gert eitthvað. Maður tekur bara að sér eitthvert verkefni og ef það er eitthvað sem maður kann ekki á bara kynnir maður sér verkið og græjar það.

Telur þú tíma þínum vel varið? Já þetta er bara skemmtilegt.

Eru einhver hvatningarorð sem þú vilt koma á framfæri til annarra sem langar að vera með en eru ekki viss um að þeirra sé þörf? Það sem er gaman við þetta er að þú kynnist svo mikið af nýju fólki, ekki bara hér á Akureyri heldur líka úr Reykjavík. Þessi verk sem er verið að vinna þarna er eitthvað sem allir geta gert. Við erum ekkert að biðja um einhverja sérþekkingu. Það geta allir verið hliðarverðir, þrifið eða bakað. Þetta er bara eins og venjuleg bústörf.

Translate »