Skautasamband Íslands

Kennslumyndbönd

Kennslumyndbönd í listhlaupi á skautum - Grunnæfingar fyrir börn

Myndböndin eru hluti af lokaverkefni í Íþróttafræði, við Háskólann í Reykjavík, eftir Ásdísi Rós Clark.

Ásdís Rós hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og Tæknisérfræðingur.
Hún hefur lokið 1., 2. og 3. hluta af almennri þjálfaramenntun hjá ÍSÍ ásamt því að hafa lokið sérgreinahluta 1 og 2 hjá ÍSS.
Ásdís Rós er Alþjóðlegur Tækniséfræðingur, TS (e.International Technical Specialist), og starfar fyrir Skautasamband Íslands.
Hún tók þátt í Nordic Development Project bæði sem þjalfari og TS. Hún hefur setið öll námskeið fyrir tæknisérfræðinga á Íslandi ásamt því að sitja námskeið í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Vierumaki og Frankfurt, þar sem að hún tók próf til alþjóðlegra réttinda.
Árið 2014 lauk hún B.Sc. í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Kennslumyndböndin eru ætluð þjálfurum, kennurum, leiðbeinendum og foreldrum til þess að öðlast betri skilning á íþróttinni og geta kennt helstu grunnatriði í listhlaupi á skautum.
Verkefnið er að hluta til unnið út frá Skatum Regnbogann.

Í æfingabankanum eru fjögur dæmi um kennslustundir fyrir mismunandi getustig með ólík markmið í huga. Auðvelt er fyrir þjálfara og leiðbeinendur að nota æfingabankana og kenna þá á ísnum. Hver kennslustund á að taka um það bil 40. mínútur. Ekki er mælt með að of miklum tíma sé varið í hverja æfingu fyrir sig svo að einbeiting nemandans tapist ekki.
Fyrsta kennslustundin er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á ísnum, markmið æfingarinnar er að auka jafnvægi á skautunum. Önnur kennslustundin er fyrir byrjendur sem geta staðið á skautunum, markmið æfingarinnar er að öðlast rennsli áfram og stoppa. Þriðja kennslustundin er framhald fyrir lengra komna byrjendur sem eru orðnir vanari hálu undirlagi íssins, markmið æfingarinnar er rennsli afturábak. Fjórða kennslustundin er fyrir lengra komna, þar er farið í erfiðari grunnæfingar. Markmið æfingarinnar er að öðlast færni í að skauta á öðrum fæti.

Einnig er að finna kennslumyndbönd fyrir grunnæfingar í listhlaupi á skautum. Þar er farið yfir hvernig sé best að kenna grunnæfingar ásamt nokkrum hugmyndum af leikjum.

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér verkefnið í heild hér.

Translate »