Skautasamband Íslands

Herdís Birna Hjaltalín

Fædd: 28. ágúst 2000
Klúbbur: Fjölnir
Hæð: 166 cm
Byrjaði að skauta: þegar ég var 6 ára
Þjálfari: Gennady Kaskov
Danshöfundur:
    Stutta: Kevin Curtis
    Frjálsa: Tatiana Prokofieva
Tónlist:
Stutta: Montserrat by Orchestra Del Plata
Frjálsa: The Feeling Begins - Peter Gabriel

Fjölskylda: Mamma mín heitir Svanhvít og pabbi minn heitir Stefán. Ég á einn bróður sem heitir Natan og tvo hálfbræður sem heita Þórður og Guðjón.
Heimilisdýr: Engin

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: How I met your mother
Uppáhalds litur: Fjólublár
Uppáhalds matur: Pasta
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds tónlist: Mjög mikið, hlusta mikið á pop og r&b tónlist

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Mamma og pabbi gáfu mér skauta í jólagjöf og settu mig í skautaskólann.
Hvenær kepptirðu fyrst: árið 2008 á upphafsmóti bjarnarins í C flokki.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Mirai Nagasu er mín helsta fyrirmynd þar sem hún gefst ekki upp og heldur áfram að vinna að markmiðum sínum.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: að stökkva, spinna og að gera mismunandi og skemmtileg spor í takt við tónlist.
Hvað er erfiðast við íþróttina:  Mér finnst erfiðast að læra nýtt stökk og ná tökum á því og svo líka að koma mér í gott form fyrir fjrálsa prógramið.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Mér finnst íþróttin hafa gefið mér mikinn aga, þroska og sjálfstraust. Margar af mínum bestu vinkonum, reynslu og fullt af tækifærum.
Markmið þín: Langar mjög mikið að komast á junior grand prix mótaröðina og svo væri líka gaman að fara á Junior Worlds.
Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Með harðri vinnu og miklum metnaði.
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Mér finnst gaman að ferðast og að eyða tíma með vinum og fjölskyldu. 
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Fer mjög mikið eftir hvernig skapi ég er í en ég reyni oftast að hugsa jákvætt.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: hlusta á róandi tónlist og tala við vinkonur mínar.
Hver er þinn helsti kostur: Ég er skipulögð og örugg
Hver er þinn helsti löstur: get verið mjög neikvæð
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Hlusta oftast á pop tónlist eða íslenskt rapp
Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Það gengur vel að sameina skólann og skautana en aðeins erfiðara að sameina félagslífið.
Hvað gerirðu í frítímanum: Ég horfi á skemmtilega þætti eða myndir, hitti vini eða læri ef þess þarf.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Ég væri til í að ferðast til Bali því umhverfið er eins og paradís og allt öðruvís en Ísland. Það er líka svo fallegt og örugglega mjög afslappandi að liggja á ströndinni þar.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: ég horfi helst á video hjá The Fine Brothers eða bara eitthvað sem er áhugavert.
Notarðu mikið samfélgasmiðla: Já, þá aðallega snapchat og instagram.
Hvers konar sjónvarpsefni horfirðu mest á: Ég horfi mest á eitthverja skemmtilega þætti eða heimildarmyndir.
Hvað langar þig að gera í framtíðinni:  mig langar að fara út í háskóla og læra eitthvað skemtilegt.
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: ég hef metnað fyrir því sem ég elska, vil fólki vel sem stendur mér næst og er ákveðin.
Hvað kemur þér til að hlægja: fyndin video og vinir mínir.
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: ég hef ekki hugmynd um hvað ég verð að gera eftir 10 ár en vonandi að gera eitthvað sem mér finnst gaman
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: Fjölskyldan og vinir, skautarnir og menntun.

Translate »