Skautasamband Íslands

Helgi Christensen

Videoupptökuvél fyrir dómarapanel
SKAUTAFÉLAGIÐ BJÖRNINN

Kanntu að skauta? Ég get komið mér áfram án þess að detta mikið en á hokkískautum. Það er eiginlega ekki hægt að fá listskauta fyrir karlmenn en það er ekkert mál að fá hokkískauta. Ég er vanur á skíðum. Ég fer oft og skauta á vötnunum hér í kring, Elliðavatni og Rauðavatni sérstaklega eftir myrkur og stjörnubjart og tek stelpuna með.

Hverju sætir áhugi þinn á íþróttinni? Stelpan byrjaði bara á einhverju námskeiði ca. 6-7 ára og hana og vinkonuna langaði að prófa eitthvað tveggja vikna námskeið. Í lok námskeiðs voru allir spurðir hvort þeir ætluðu að halda áfram að skauta og hún var harðákveðin í því.

Hve miklum tíma verð þú í sjálfboðaliðastarf í skautum? Nei mér finnst það nú ekki. Þetta er nú ekki oft á ári sem er kallað á mann og maður beðinn um aðstoð. Ég reyni eins og ég frekast get að hjálpa til þegar ég er beðinn um það.

Hvað er það helst sem þú gerir innan félagsins? Maður er bara að hjálpa til með tiltekt fyrir og eftir mót og að hjálpa til við að setja upp dómaraborðin og græjurnar fyrir dómarana. Svo hef ég verið alltaf tilbúinn að standa vaktina á vídeómyndavélinni og fer oftast í það. Ég hef líka verið í tónlistinni og í stjórn.

Hvað viltu segja við þá sem hafa ekki enn boðið sig fram til starfa? Það þarf alltaf fleiri til að hjálpa til. Ef maður hefur möguleika á að hjálpa til þá á maður að gera það.

Hvað finnst þér mest gefandi við að vera sjálfboðaliði? Virkilega gaman að sjá allt koma saman og að sjá hvað stelpurnar eru að gera á mótum.

Er eitthvað úr starfi þínu sem sjálfboðaliði minnisstæðara en annað? Í fyrsta skiptið sem ég fór á mót og sá hvað stelpurnar eru í raun góðar, það kom skemmtilega á óvart.

Telur þú að þeir sem bjóða fram tíma sinn þurfi að hafa eitthvað sérstakt til að bera? Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað það ætti að vera. Það eru svo mörg störf sem falla til að það er alltaf hægt að finna eitthvað og margar hendur vinna létt verk. Það eru nú ekki margir karlmenn sem koma að sjálfboðaliðastarfi en við getum hjálpað mjög mikið líka.

Telur þú tíma þínum vel varið? Já, maður bara gerir það sem maður getur. Maður þarf að kunna sitt nei og hjálpar til þegar maður getur. En það hefur nú aldrei reynt á það hjá mér.

Eru einhver hvatningarorð sem þú vilt koma á framfæri til annarra sem langar að vera með en eru ekki viss um að þeirra sé þörf? Endilega að prófa, sérstaklega karlmennirnir. Mér finnst það gefandi að fylgjast með þessu og finnst mjög gaman að horfa á. Stelpunni finnst það heldur ekkert verra að maður sé að taka þátt í þessu.

Translate »