Skautasamband Íslands

Fræðsluvefur Alþjóðaskautasambandins

Alþjóða Ólympíunefndin heldur úti fræðsluvef fyrir afreksíþróttamenn, sem og aðra iðkendur, foreldra, stjórnendur og þjálfara. Aðgangur að vefnum er ókeypis en mikil vinna var lögð í verkefnið þar sem leiðandi fræðimenn innan íþróttavísinda hafa lagt sitt af mörkum ásamt þjálfurum, leiðtogum og afreksíþróttafólki úr fremstu röð.

Verkefnið er eitt af mörgum sem knúin eru áfram af umbreytingum Olympic Agenda 2020 og mun koma til með að auka stuðning við íþróttafólk hvar sem þau eru stödd á ferlinum.

Fræðsluefnið er byggt upp á námsþáttum og hverjum námsþætti skipt upp í nokkur fræðsluerindi. Eftir hvern námsþátt er hægt að taka stutt próf til að rifja upp kunnáttuna. Einnig er í boði aukaefni um hvern námsþátt fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína enn frekar.

Slóð inn á síðuna er að finna hér

Translate »