Skautasamband Íslands

Eva Dögg Sæmundsdóttir

Fædd: 27. febrúar 1998

Klúbbur: Fjölnir
Hæð: 163 cm
Byrjaði að skauta: 2005
Þjálfari: Gennady Kaskov
Danshöfundur: Tatiana Prokofieva (SP) og Kevin Curtis (FS)
Tónlist:
Stutt: Code Name Vivaldi - Piano Guys
Frjálst:  So Close/Brotsjór/3055

Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Kristjana og Sæmundur, tvær systur, Guðrún og Guðlaug og einn hálfbróðir, Unnar.
Heimilisdýr: 2 hundar, Mare og Breki.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Grey's Anatomy og Modern Family.
Uppáhaldslitur: Pastel litir eru í miklu uppáhaldi í augnablikinu.
Uppáhaldsmatur: Lasagna
Uppáhaldsdrykkur: Peach Nestea algjörlega.
Uppáhaldstónlist: Engin sérstök. Hlusta þó mikið á Coldplay og aðrar svipaðar hljómsveitir.

Tölfræði

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Guðlaug systir mín var að æfa skauta og mig langaði að prufa það líka.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Yuna Kim, Mirai Nagazu og Patrick Chan hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. 
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Stökkin og prufa allskonar öðruvísi hopp.
Hvað er erfiðast við íþróttina: Andlega hliðin er algjörlega það erfiðasta.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Íþróttin hefur gefið mér aga, sjálfstraust, tækifæri til að kynnast fólki utan úr heimi, mínar bestu vinkonur og svo margt fleira.
Hvert er endamarkmið þitt:  Það væri gaman að ná inn á Evrópumeistaramótið. Annars langar mig að ég sé sátt með árangur minn þegar kemur að því að hætta.
Hefurðu önnur markmið: Lenda þrefalt clean á keppni og svo væri ekki verra að ná yfir 100 stigin.
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Ég hugsa um að taka eitt element í einu, heldur en að hugsa um allt programmið því það stressar mann svo upp.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Ég hlusta á tónlist sem róar mig niður síðan reyni ég að hugsa hvað ég ætla að gera í prógramminu og sjá það fyrir mér.
Hver er þinn helsti kostur: Skipulögð,
Hver er þinn helsti löstur: Ég get verið mjög þrjósk.
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Langar að fara til Egyptalands og skoða píramídana, skoða Afríku og fara til Balí. Langar að ferðast til svo margra landa.
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Allskonar, þá aðallega þætti, skautamyndbönd og kennslumyndbönd.
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Mig hefur langað til þess að læra eitthvað sálfræði tengt, og tengja íþróttir og sálfræði saman. Annars væri gaman að fara í einhvern tíma og vinna í skautasýningum og ferðast. 
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: Vonandi að gera það sem mér finnst gaman, í einhverju skemmtilegu námi, eða vinnu.

Translate »