Skautasamband Íslands

Emilía Rós Ómarsdóttir

Fædd: 21 ágúst 1999

Klúbbur: Skautafélag Akureyrar
Hæð: 172 cm
Byrjaði að skauta: 7 ára
Þjálfari: George Kenchadze
Tónlist:
Stutt prógramm: Vivo tango
Frjálst Prógramm: The waltz goes on

Fjölskylda: Foreldrar, Rut og Ómar og tvær yngri systur, Rebekka og Indíana
Heimilisdýr: Ég á tvo ketti sem heita Dúskur og Gunni
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Grey’s Anatomy
Uppáhaldslitur: Ég á engann einn uppáhaldlit heldur finnst margir fallegir
Uppáhaldsmatur: Sushi
Uppáhaldsdrykkur: Smoothie

Tölfræði

 

Hvenær kepptirðu fyrst: Ég keppti fyrst á Kristalsmótinu þegar ég var 9 ára
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Yuna Kim, Mao Asada, Carolina Kostner
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst skemmtilegast að ná einhverju nýju sem að ég er búin að vera að vinna að, til dæmis að lenda nýtt stökk eða að læra nýjann spinn.
Hvað er erfiðast við íþróttina: Mér finnst andlegiparturinn erfiðastur, því að eins og í flestum öðrum íþróttum þá skiptir hugarástand manns rosalega miklu máli.
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Mér finnst íþróttin hafa gefið mér margt í gegnum árin til dæmis aga, vini, ákveðni og hún kenndi mér það að maður uppsker það sem maður sáir.
Hvert er endamarkmiðið þitt: Markmiðið mitt hefur alltaf verið það sama og það er að njóta mín inn á ísnum og þroskast sem skautari.
Hefurðu önnur markmið: Mér þætti mjög gaman að komast á Junior Worlds eða eitthvað annað stórmót.
Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Að alltaf gefa allt sem ég hef og með mikilli vinnusemi.
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Ég hlusta á tónlist, anda rólega og segi sjálfri mér að ég hef gert þetta ótal sinnum áður og að ég geti gert þetta núna.
Hefurðu lukkugrip: Já ég keppi alltaf með lukkuhálsmenið mitt.
Hver er þinn helsti kostur: Minn helsti kostur er að ég vil vinna allt vel sem að ég tek mér fyrir hendur.
Hver er þinn helsti löstur: Ég á það til að vera svolítið þrjósk.
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Ég reyni að vera heiðarleg, vinnusöm og jákvæð manneskja.
Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Ég er klassískur skautari.
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: Fjölskyldan mín og vinir eru það mikilvægasta í lífi mínu.

Translate »