ÍSS hefur fengið samþykkt af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum reglur um framkvæmd á skautaæfingum og mótum vegna COVID-19. Þessar reglur taka strax gildi.
Mikilvægt er að félög kynni sér þessar reglur, sérstaklega mótshaldarar og þjálfarar.
Reglur þessar gilda þar til annað er tilkynnt.
Núgildandi reglur má finna hér.
Útgáfudagur: 12. febrúar 2022
__________
Upplýsingar um sóttvarnarfulltrúa aðildarfélaga ÍSS
Félag | Nafn | Netfang | Símanúmer |
LSA | Eva Sulova | prokopoe@seznam.cz | 859-5734 |
Fjölnir | Guðmundur Lúðvík Gunnarsson | gummi@fjolnir.is | |
LSR | Hrönn Þorgeirsdóttir | skautastjori@gmail.com | 898-4461 |
Ösp | Þórey Bang | thoreybang@gmail.com | 663-7049 |
___________
Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð skautaæfinga verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að æfingum og keppni á Íslandi þrátt fyrir að Covid-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Þessar almennu aðgerðir eru hér með gerðar að skilyrði fyrir því að hægt sé að halda áfram iðkun skautaíþrótta á Íslandi næstu misserin.
Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í skautaíþróttum sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti. Þátttaka er því alfarið á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig.