Skautasamband Íslands

Ásdís Rós Clark – TS

Á panel á keppnum situr fjöldinn allur af fólki sem hafa mismunandi verkefni á meðan á keppninni stendur. Sumir sitja með heyrnartól í hnapp á meðan aðrir eru einir og sér.

Á tæknipanel sitja þrír Tæknisérfræðingar saman. Tæknisérfræðingur, TS (e. Technical Specialist), aðstoðar tæknisérfræðingur, ATS (e. Assistant Techincal Specialist) og tæknistjórnandi, TC (e. Technical Controller).
Verkefni tæknisérfræðings er að auðkenna þær æfingar sem framkvæmdar eru á keppni og gefa þeim erfiðleikastig (e. Levels of Difficulty). Einnig sér hann um að auðkenna ólöglegar æfingar og eyðir út viðbótaræfingum sem eru umfram reglur.

Þetta er skemmtilegt verkefni þar sem þörf er á samvinnu, góðri enskukunnáttu, hæfileika til að geta unnið undir álagi og að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. 
Námið er krefjandi og getur tekið nokkur ár að ná góðri reynslu.
Það er mikilvægt að hafa góða þekkingu á handbók tæknipanels (Technical Panel Handbook) og keppnisreglum sem eru í gildi á hverjum tíma. Einnig er mikilvægt að hafa góðan skilning á dómarakerfinu sem er notað hverju sinni, Alþjóðlega dómarakerfi ISU, IJS, eða Keppniskerfi Félaganna frá ÍSS.

______________________________________

Reglugerð ÍSS segir um störf TS:
ÍSS sér um menntun tæknisérfræðinga.
Allir starfsmenn skulu hafa gott hald á ensku, bæði í riti og máli, temja sér góðan samskiptamáta og geta starfað í hópi undir álagi.
Tæknisérfræðingar skulu hafa náð 20 ára aldri áður en nám hefst.
Nauðsynlegt er að Tæknisérfræðingar hafi verið í landsliðshóp ÍSS og að þeir séu virkir í íþróttinni, t.d. þjálfarar.
Tæknisérfræðingar sem starfa sem þjálfarar ber að upplýsa ÍSS um eðli þjálfarastarfa sinna árlega og oftar ef þurfa þykir.
Tæknisérfræðingar geta sem þjálfarar ekki fylgt keppendum á mót sem þeir starfa á.

__________________________________

Langar þig að vita meira?
Langar þig að vera með á næsta námskeiði og læra að vera tæknisérfræðingur eða dómari?
Endilega hafðu samband : info@iceskate.is

Skautaðirðu sjálf? Já ég skautaði bæði í einstaklings og synchro. Með einstaklings fór ég alveg upp á senior level hér innanlands og fór á Norðurlandamótið í junior. Svo flutti ég til Svíþjóðar og skautaðu með Boomerang í Gautaborg sen liðið var Team Sweden 2 í samhæfðum skautadansi. Með þeim fór ég á mörg mót. Með Ice Cubes liðinu sem var í SR fór ég á heimsmeistarmót í Kanada.

Hverju sætir áhugi þinn á íþróttinni? Ég æfði fimleika en svo slasaðist ég og varð eitthvað hvekkt við einhverjar æfingar í fimleikunum. Ég hafði áður prófað æfingar á skautum og líkaði vel svo ég skipti enda fimleikar mjög góður grunnur.

Hvað fékk þig til að verða TS? Ég eiginlega veit það ekki. Það svona bara einhvern vegin gerðist.

Hvað þarf maður til þess að bera til að verða TS? Fyrir utan reglurnar um TS þarf maður að vera sjálfstæður og þora að segja sína skoðun og standa á henni en vera jafnframt sveigjanlegur. Góð enskukunnátta er nauðsynleg sem og að vinna í hópi. Maður þarf stöðugt að lesa sér til um reglur og vera mjög vel inni í öllum reglum. Íslenskir TS eru heppnir því þeir sjá svo breytt getubil og eru þ.a.l. að nota allan skalann í ISU reglunum. Það hjálpar að hafa þá reynslu. Oft vilja margir komast á að dæma efsta stigið en maður lærir mest á hinum, þar reynir mest á reglurnar og kerfið. Það reynir oft meira á að dæma yngri flokkana heldur en ISU flokkana og þá er gott að vera vel lesinn.

Hvað er skemmtilegast við að vera TS? Það er náttúrulega best að vera í stúkusætinu. En það er bara allt svo skemmtilegt. Hitta fólkið, andrúmsloftið á mótinu og svoleiðis.

Hvað er það minnisstæðasta úr starf þínu sem TS? Það sem stendur klárlega uppúr er að hafa fengið tækifæri til að dæma Carolinu Kostner. Það var alveg toppurinn.

Hvað gleður þig í starfi þínu sem TS? Þegar öllum gengur vel og skauta “clean”. Það er unun að sjá.

Eru einhver hvatningarorð sem þú vilt koma á framfæri til annarra? Bara ef einhver telur sig eiga erindi og hefur brennandi áhuga þá á hann endilega að kynna sér þetta starf.

Translate »