Skautasamband Íslands

Aldís Kara Bergsdóttir

Fædd: 10. mars 2003
Klúbbur: Skautafélag Akureyrar
Hæð: 172 cm
Byrjaði að skauta: Þegar ég var 5 ára
Þjálfari: Darja Zajcenko
Danshöfundur: George Kenchadze
Tónlist:
- Stutt prógram O Verona, dance of the knights úr Romeo and Julliet
- Langt prógram Ruled by secrecy - Muse
Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Hrafnhildur og Bergur. Ég á tvær systur: Jana Þórey og
Hilma Bóel og tvo fóstur bræður: Bjarni Davíð og Árni
Heimilisdýr: Einn gullfisk (Lóla)

Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Grey´s Anatomy og Friends
Uppáhaldslitur: Bleikur
Uppáhaldsmatur: Nautakjöt
Uppáhaldsdrykkur: Virgin-Mojito
Uppáhaldstónlist: Tónlistin í dag

Hvernig byrjaðirðu að skauta: Ég var mjög ung þegar ég fór fyrst á skauta, ég átti þá heima rétt hjá Skautahöllinni. Þegar ég var 5 ára fór ég á námskeið og byrjaði að æfa í framhaldi af því.
Hvenær kepptirðu fyrst: Á Kristalsmóti 2010.
Hvaða fyrirmyndir hefurðu innan íþróttarinnar: Mín helsta fyrirmynd er Alena Kostornaia. Ég elska hvernig hún túlkar prógrömmin sín og hvað hún er með há og falleg stökk.
Hvað er skemmtilegast innan íþróttarinnar: Mér finnst lang skemmtilegast að stökkva og hvernig þessi íþrótt hjálpar mér ef ég á erfiðan
dag.
Hvað er erfiðast við íþróttina: Það erfiðasta við íþróttina er andlega hliðin, hún reynist mér stundum erfið á mótum
Hvað finnst þér íþróttin hafa gefið þér: Íþróttin hefur gefið mér skipulag,aga, jákvæðni, sjálfstraust og bestu vinkonur mínar.
Hvert er endamarkmið þitt: Að komast allavega á Evrópumeistarmótið
Hefurðu önnur markmið: Að lenda 3 stökk, hærri level á spinum og sporasamsetningu
Hvernig ætlarðu þér að komast þangað: Ég þarf að leggja mig alltaf 100% fram bæði á æfingum og keppni og hafa trú á sjálfri mér
Hvað finnst þér gaman að gera utan íþróttarinnar: Vera með vinum mínum og fjölskyldu, fara á skíði, ferðast og margt fleira
Um hvað ertu að hugsa þegar þú keppir: Ég segi alltaf við sjálfan mig að ég geti þetta og ég fer í gegnum prógrammið mitt í huganum áður en ég stíg á ísinn
Hvað gerirðu til að slaka á í keppnum: Ég hlusta á rólega tónlist, hugsa jákvætt og reyna að ímynda mér að ég sé á æfingu
Hefurðu lukkugrip: nei, hef engan
Hver er þinn helsti kostur: Ég er skynsöm, skipulögð og áhugasöm
Hver er þinn helsti löstur: Ég get orðið mjög reið og ég tek litla hluti nærri mér
Hvers konar tónlist hlustarðu á í undirbúningi fyrir keppnir: Hlusta mest á rólega tónlist til að róa hugann og tónlist sem kemur mér í rétta stuðið fyrir mót.
Hvernig gengur þér að sameina íþróttina og skólann/félagslífið: Alveg ágætlega af því að bestu vinkonur mína eru með mér í skóla eða í skautunum
Hvað gerirðu í frítímanum: Ég slaka mest á þegar ég er ekki í skólanum eða skautum en annars er ég með vinkonum mínum
Ef þú mættir ferðast hvert sem er hvert myndirðu vilja fara og af hverju: Veit ekki hvert mig langar að fara en eitthvert fyrir utan Evrópu af því að mig hefur alltaf langað að fara til annarra heimsálfu
Á hvað horfirðu helst á netinu/youtube: Horfi ekki mikið á Youtube en nota það stundum til að hjálpa mér að sofna. Ég horfi stundum á myndir og þætti á netinu
Notarðu mikið samfélagsmiðla: já en ég er ekki háð þeim
Hvers konar sjónvarpsefni horfirðu mest á: Ég horfi mest á lækna, spennu, drama og fyndna þætti
Hvað langar þig að gera í framtíðinni: Mig hefur alltaf langað að verða læknir
Hvernig lýsir þú þér sem persónu: Góð, hjálpsöm, áhugasöm, skynsöm og skipulögð
Hvernig lýsir þú þér sem skautara: Stundvís, áhugasöm, metnaðargjörn og samviskusöm
Hvað kemur þér til að hlægja: Fyndnar sögur um vinkonur mínar og þættir
Hvað gerir þig reiða: Þegar ég næ einhverju ekki nógu vel og ég næ ekki að laga það. Ef ég er sökuð um eitthvað sem ég gerði ekki
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár: Vera komin langt með læknanámið
Hvað/hverjir eru þeir mikilvægustu í lífinu: fjölskyldan, bestu vinkonur mína, skólinn og skautarnir

Translate »