#skatingiceland
Skautasamband Íslands

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Sjálfboðaliði, Skautafélag Reykjavíkur

Kanntu að skauta? Ég kunni að skauta. Hef ekki farið í fleiri fleiri ár. Ég átti heima vestur í bæ og fór á Melavöllinni og Tjörnina og maður fór oft í frímínútum þegar ég var í Verzlunarskólanum þegar hann var í Þingholtsstrætinu.
Hverju sætir áhugi þinn á íþróttinni? Ég meiddi mig á skíðum og og get ekki farið á skíði eða á skauta en ég elska þessa íþrótt. Þegar þetta kemur á skjáinn, öll þessi stórmót hugsa ég alltaf “þvílíkt samræmi!” fótaburðurinn, músíkin, hreyfingarnar. Hún er svo falleg. Mér finnst líka ballet flottur og fyrir mér er þetta ballet þú ert bara með blöð undir skónum.
Hve miklum tíma verð þú í sjálfboðaliðastarf í skautum? Ég er með ömmubarn í íþróttinni, er skautaamma. Hún var í ballet og vildi prófa fimleika og þá sýndi ég henni skautana og byrjaði þá í skautaskólanum 7 ára. Mamma hennar er ballettdansari en hún elskar þessa íþrótt
Hvað er það helst sem þú gerir innan félagsins? Ég sé um dómarakaffið. Þegar dómarar á mótum þurfa að fá hressingu sé ég um það. Ég datt inn í stjórnina í smá tíma svo komst ég að þeirri niðurstöðu það væri meiri þörf fyrir mig á hliðarlínunni sem stuðningsaðili. Geri svo sem ýmislegt annað á mótum. 

Hvað fékk þig til að byrja að bjóða þig fram til sjálfboðaliðastarfa? Mér fannst vanta. Það var verið að auglýsa eftir aðstoð og það er svo öflugt og skemmtilegt fólkið að mér fannst bara gaman að vera með. 
Hvað viltu segja við þá sem hafa ekki enn boðið sig fram til starfa? Þú þarft að hafa gaman af fólki til að geta verið aðstoðarmanneskja. Þú ert innan um fullt af fólki og þarft að gefa af þér en ég myndi ráðleggja hvort sem það er amma, afi, foreldrar, systkyni. Komið og verið með og styðjið við þennan einstakling sem er þarna úti. Það þurfa ekki að vera margir klukkutímar. Verið með. Fólk fær allt aðra sýn. Þetta er ekki bara auglýsing; “já það er mót barnið á að mæta klukkan þetta og fara” Það er svo marg á bak við, undirbúningurinn, samheldnin. 
Hvað finnst þér mest gefandi við að vera sjálfboðaliði? Mér finnst þetta svo gefandi. Mér finnst þetta lúxus að hún er glöð með að amman fljóti með og sitji og skutli. Mér finnst þetta gefandi fyrir mig því ef það er á þínum forsendum og þú ert ekkert ákkúrat að gera þetta fyrir þennan einstakling en það gleður hann í leiðinni og það gleður þig. 
Er eitthvað úr starfi þínu sem sjálfboðaliði minnisstæðara en annað? Mér finnst mjög ánægjulegt þegar koma hingað erlendir dómarar og þeir eru þakklátir og jákvæðir og svo ánægðir með dvölina og mótið. Þessar konur og menn sem hingað hafa komið sem ég hef haft afskipti af er allt yndislegt fólk. 
Telur þú að þeir sem bjóða fram tíma sinn þurfi að hafa eitthvað sérstakt til að bera? Ef þú ætlar að vera í þessu þá verður þú að gera þetta af ást og umhyggju. Ef þú ert að taka að þér að vera með teyminu þannig að þetta er keðja, hlutirnir verða að rúlla.
Telur þú tíma þínum vel varið? Já, sé ekki eftir mínútu.
Eru einhver hvatningarorð sem þú vilt koma á framfæri til annarra sem langar að vera með en eru ekki viss um að þeirra sé þörf? Vera með. Tala nú ekki um þegar maður er kominn "á aldur", tvímælalaust að vera með, ekki loka þig heima yfir tuskum eða eitthvað. Maður fæðist ekki fullskapaður, þetta kemur með reynslunni, gefa sig fram, prufa og svo getur það bakkað út ef það vill ekki en endilega opna hurðina og sjá hvað þetta er gefandi

Translate »