Reglur um aðgengi á mótsstað
Allir þátttakendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og gestir mótsins verða að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu í skautahöllina.
Enginn samgangur er leyfður á milli svæða á mótsstað.
Keppendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar
- Inngangur er á hægri hlið hússins
 - Svæði: upphitunarsvæði, búningsklefar og keppnissvæði
 - Sýna neikvæða niðustöðu úr hraðprófi við komu
 - Það má ekki fara upp í stúku fyrr en að keppni í sínum keppnisflokki lýkur og verðlaunaafhending er yfirstaðin. Ef skautarar fara í áhorfendastúku geta þeir ekki farið aftur á keppnissvæði og verða því að taka allan sinn búnað með sér.
 
Dómarapanell
- Inngangur er aftan við húsið, við hefil (Zamboni)
 - Svæði: dómarapanell og fundarherbergi/kaffiaðstaða fyrir ofan stúku
 - Boðið er upp á hressingu í lokuðum umbúðum
 - Sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu
 
Áhorfendur
- Inngangur er við neyðarútgang vinsta megin við aðalinnganginn
 - Allir áhorfendur þurfa að vera búnir að skrá sig á þar til gerðu skráningarformi hér að neðan
 - Svæði: Stúkan upp að takmörkun við enda
 - Engin veitingasala er í húsinu
 - Sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu
 
Hvar er hægt að fara í hraðpróf ?
	