Afreksstefna & viðmið

ÍSS gefur út viðmið fyrir val á keppendum í landslið og þátttöku íslenskra keppenda á opnum ISU mótum.

Út frá afreksstefnu ÍSS eru unnin viðmið fyrir hvert keppnistímabil en það kemur í hlut valnefndar að fara yfir árangur keppenda sem koma til álita til þátttöku á ISU mótum erlendis fyrir Íslands hönd.

Nefndin skilar áliti til stjórnar Skautasambands Íslands um val keppenda á ISU mót og fer yfir umsóknir einstaklinga til þátttöku á mótum.

Sækja Viðmið ÍSS 2018-2019*

Afreksstefna ÍSS 2015-2025

*Viðmið fyrir tímabilið 2018-2019 voru uppfærð í nóvember og tók breytingin gildi 1.janúar 2019