Lyfjaeftirlitsnefnd Lyfjaeftirlits Íslands sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitsnefndin starfar samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA.

Lyfjaeftirlitið er einn mikilvægra þátta til að stuðla að lyflausum íþróttum.

Alþjóðlegt lyfjaeftirlit er framkvæmt í samræmi við Alþjóða lyfjaeftirlitsreglurnar (World Anti Doping Code) og alþjóðlega staðla WADA um lyfjaeftirlit.

Íþróttamaður sem keppir hvort heldur er innanlands eða á alþjóðavettvangi, má eiga von á að vera boðaður í lyfjapróf hvar og hvenær sem er. Lyfjaeftirlitið getur verið framkvæmt á keppnisstað í tengslum við keppni, eða utan keppni, t.d. á æfingu eða heima hjá viðkomandi keppanda, án nokkurrar viðvörunar. Viðurkenndir lyfjaeftirlitsaðilar sjá um framkvæmd eftirlitsins.

Gott lyfjaeftirlit er afar mikilvægt – bæði fyrir íþróttamanninn og íþróttina.

Þeir íþróttamenn sem taka lyf að staðaldri þurfa að athuga hjá sínum lækni hvort að lyfið eða skammtastærð þess er óæskilegt í íþróttum.

Alþjóðaskautasambandið (ISU) er með ítarlegar upplýsingar um lyfjareglur og verklagsreglur er varða lyfjamál á heimasíðu sinni

ISU Anti-Doping Policy
ISU Anti-Doping Procedures

Lyfjaeftirlit Íslands sér um Lyfjaeftirlit ÍSÍ

Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA: World Anti-Doping Agency)
Hér er hægt að finna bannlistann (w. the Prohibited List)