Á heimasíðu Alþjóðlegu Lyfjaeftirlitsstofnunar má finna allar helstu upplýsingar um lyfjareglur í íþróttum.

Einnig má finna Alþjóða lyfjareglurnar 2015-2020 og frekari upplýsingar á heimasíðu ÍSÍ.

Tilgangur Alþjóða lyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Reglurnar eiga einnig að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.

Hægt er að prufa kunnáttu sína á alþjóðlegum lyfjareglum í þessum prófum