ÍSS reglur

Frá og með keppnistímabilinu 2017-2018 mun Skautasamband Íslands (ÍSS) taka upp breytt keppniskerfi innan listskauta í stað þriggja flokka kerfis (A, B og C) eins og verið hefur.

Keppniskerfinu er skipt upp í tvær leiðir: Keppniskerfi ÍSS og Keppniskerfi félaganna.

Með breytingunni munu allir keppnisflokkar Alþjóðaskautasambandsins (ISU) hafa verið innleiddir í íslenskt keppniskerfi. Ætlunin er einnig að með nýrri nafngift flokkanna muni hvatning aukast þar sem hún felur ekki í sér mismunun iðkenda í A, B og C flokka. Sjá nánari upplýsingar: Nýjir keppnisflokkar ÍSS

Hér fyrir neðan má nálgast reglur um Keppniskerfi ÍSS sem og nánari upplýsingar um breytt keppniskerfi á íslensku og ensku.

Keppnisreglur ÍSS 2017-2018

ISS Competition Rules 2017-2018 in English