Dómara- og tækninefnd vinnur samkvæmt Reglugerðum ÍSS. Hún skal skipuð úr röðum dómara og tæknisérfræðinga er hafa landsréttindi eða hærri. Leitast skal eftir að að lágmarki einn nefndarmeðlimur hafi alþjóðleg dómara-/tæknidómararéttindi frá ISU. Formaður skal kosinn af stjórn sem síðan velur sér nefndarmenn í
samstarfi/samráði við stjórn.

Email dómara- og tækninefndar er taeknirad@iceskate.is

Halla Björg Sigurþórsdóttir

Formaður / Chair

Guðrún Brynjólfsdóttir

Meðstjórnandi og ritari

Ásdís Rós Clark

Meðstjórnandi

Verkefni dómara- og tækninefndar

  • Aðstoða mótanefnd við undirbúning og tæknilega framkvæmd móta:
    - Uppfærsla á íslenskum keppnisreglum í dómarakerfinu (ISU-calc) og öðrum viðurkenndum keppniskerfum.
    - Fara yfir framkvæmd móta vetrarins og koma með tillögur til úrbóta eftir þörfum.
  • Endurskoða keppnisreglur og grunnpróf allra keppnisflokka sem og dómarablöð fyrir lok hvers keppnistímabils.
  • Uppfærsla á Handbók starfsfólks á panel.
  • Aðstoða við skipulag og framkvæmd menntunar fyrir dómara, tæknidómara og aðra á panel. Námskeið skal haldið að lágmarki einu sinni á ári.
  • Yfirfara viðmið í landslið í samráði við Afreksnefnd.
  • Verkefni sem stjórn ÍSS felur nefndinni eða sem nefndin tekur upp af sjálfdáðum og tengist eðli nefndarinnar.