Dómara- og tækninefnd ÍSS

Dómara- og tækninefnd vinnur skv.  ÍSS reglugerð nr. 11. Hún skal skipuð úr röðum dómara og tæknisérfræðinga er hafa landsréttindi eða hærri. Leitast skal eftir að að lágmarki einn nefndarmeðlimur hafi alþjóðleg dómara-/tæknidómararéttindi frá ISU. Formaður skal kosinn af stjórn sem síðan velur sér nefndarmenn í
samstarfi/samráði við stjórn.

Email dómara- og tækninefndar er taeknirad@iceskate.is

Halla Björg Sigurþórsdóttir

Formaður / Chair

Hulda Líf Harðardóttir

Meðstjórnandi

María Fortescue

Meðstjórnandi og ritari

Verkefni dómara- og tækninefndar

 • Aðstoða mótanefnd við undirbúning og tæknilega framkvæmd móta:
  • Uppfærsla á íslenskum keppnisreglum í dómarakerfinu (ISU-calc).
  • Fara árlega yfir Mótahandbók ÍSS í samstarfi við formann mótanefndar ÍSS.
  • Fara yfir útprentuð gögn vegna móta (dómara- og tæknisérfræðinga og æfingadómara).
  • Undirbúningur dómarafunda.
  • Fara yfir framkvæmd móta vetrarins og koma með tillögur til úrbóta eftir þörfum.
 • Endurskoða keppnisreglur og grunnpróf allra keppnisflokka sem og dómarablöð.
 • Aðstoða við skipulag og framkvæmd menntunar fyrir dómara, tæknidómara og aðra á panel. 
 • Taka þátt í stefnumótun íþróttarinnar.
 • Verkefni sem stjórn ÍSS felur nefndinni eða sem nefndin tekur upp af sjálfdáðum og tengist eðli nefndarinnar