Framboðsfrestur framlengdur

Kjörnefnd hefur ákveðið að lengja framboðsfrest til stjórnar Skautasambands Íslands, ÍSS til kl.23.59 22.mars n.k. þar sem nægur fjöldi hefur ekki boðið sig fram. —- Kjörnefnd ÍSS óskar eftir framboðum fyrir skautaþing 2019. Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa formann, tvo aðalmenn …

Þóra Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu sjálfboðaliða á RIG2019

Á uppgjörfundi framkvæmdaráðs Reykjavíkurleikanna, sem fram fór í Golfklúbbnum Holtagörðum föstudaginn 15.mars, veitti framkvæmdaráð RIG viðurkennar til sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag til Reykjavíkurleikanna í ár. Þóra Gunnarsdóttir, mótsstjóri listskautamóts RIG 2019, fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt í ár. Aðrir sjálfboðaliðar sem fengu viðurkenningu voru; Róbert Kjaran Magnússon, kraftlyftingar, Hafsteinn Óskarsson, …

Háskólaleikarnir 2019

Þá er þátttöku fyrsta Íslendingsins í listskautum á Háskólaleikunum, Universiade 2019, lokið. Eva Dögg Sæmundsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær og fékk fyrir 22.32 stig. Í kvennakeppnina voru skráðar 36 konur frá 31 landi og var viðhaft útsláttarfyrirkomulag þar sem 24 stigahæstu komust áfram í frjálsa prógramið líkt og …

Hægt verður að ná lágmörkum á Junior Worlds á Norðurlandamótum

Á hverju ári, þegar Norðurlandamót fer fram, hittast fulltrúar allra landa sem standa að Norðurlandamóti. Á þessum fundi er farið yfir framkvæmd mótanna og reglur um Norðurlandamót. Segja má að þetta sé eins konar Norðurlandamótaþing en á ensku kallast hann „Nordic Meeting“ Á síðasta Norðurlandamóti, sem fram fór í Lynköping …

Eva Dögg verður fulltrúi Íslands á Háskólaleikunum 2019

Á næstu dögum mun Eva Dögg Sæmundsdóttir, keppandi í senior, leggja land undir fót og ferðast alla leið inn í iður Rússlands til Krasnoyarsk í Síberíu. Eva mun þar taka þátt, fyrir Íslands hönd, á Háskólaleikunum 2019 eða Universiade 2019. Universiade eru fjölíþróttaleikar sem eru einungis opnir háskólastúdentum og miðast …

Við leitum að ungum fulltrúa !

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram 20.-28. júlí 2019 í Bakú í Azerbaijan. Á leikunum verður öflugur hópur íslenskra keppenda á aldrinum 15-17 ára. Í tengslum við leikana stendur Evrópusamband Ólympíunefnda fyrir fræðsluverkefni þar sem einum ungum fulltrúa frá hverju landi er boðið að taka þátt. Óskað er eftir einstaklingi á aldrinum …

Marta María á EYOF 2019

Marta María Jóhannsdóttir hefur lokið keppni á Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar EYOF, í Sarajevo í Bosníu og Herzegovínu. Marta hélt út ásamt 11 öðrum ungum íþróttamönnum í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbretti. Keppt var með stuttu prógrami á þriðjudeginum 12. Febrúar og hafði Marta fengið rásnúmer 25, eða önnur í síðasta keppnishópi. Stutta …

Norðurlandamót 2019

Norðurlandamótið fór fram síðastliðna helgi í Lynköping í Svíþjóð. Þar kepptu íslensku stelpurnar við keppendur frá hinum Norðurlöndunum í flokkum Advanced Novice og Junior en Senior flokkurinn er opinn og geta skautarar frá þjóðum utan Norðurlandanna skráð sig til keppnis. Hópurinn var landi sínu til sóma og var gaman að …