3

Mentor Torun Cup 2017

Kristín Valdis Örnólfsdóttir, Margrét Sól Torfadóttir, Dóra Lilja Njálsdóttir, Viktoría Lind Björnsdóttir úr SR, og Eva Dögg Sæmundsdóttir og Herdís Birna Hjaltalín úr Birninum fóru til Póllands að keppa á Mentor Torun Cup. Þjálfari úr SR, Guillaume Karmen var með þeim í för.
Keppnin hófst hjá Novice A á þriðjudaginn.
Dóra og Viktoría stóðu sig mjög vel á þeirra fyrsta móti erlendis.
Dóra Lilja lenti í 23. sæti með 56,48 stig eða 20,27 í stuttu prógrammi og 36,21 í frjálsu prógrammi.
Viktoría Lind lenti í 21. sæti með 59,69 stig eða 21,54 í stuttu prógrammi og 38,15 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 33 stúlkur í Novice A.

Keppnin hjá Junior A hófst á miðvikudeginum. Stelpunum í Junior gekk ágætlega.

Kristín Valdís lenti í 25. sæti með 82,27 stig eða 30,90 í stuttu prógrammi og 51,37 í frjálsu prógrammi.
Eva Dögg lenti í 27. sæti með 78,96 stig eða 29,89 í stuttu prógrammi og 49,07 í frjálsu prógrammi.
Herdís Birna Lenti í 28. sæti með 77,79 stig eða 26,43 í stuttu prógrammi og 51,36 í frjálsu prógrammi.
Margrét Sól lenti í 29. sæti með 75,03 stig eða 27,00 stig í stuttu prógrammi og 48,03 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 37 stúlkur í Junior A.
Úrslit má sjá hér:
2

Herdís Birna fulltrúi Íslands

European Youth Olympics Festival (EYOF) 2017

Þann 11.-18. febrúar næstkomandi mun fara fram European Youth Olympics Festival (EYOF) í Erzurum, Tyrklandi.
Þar munu 832 íþróttamenn, frá 40 þjóðum keppa á 39 viðburðum.
EYOF á sér 25 ára sögu. Leikarnir líkjast Ólympíuleikum að miklu leiti og eru sagðir vera fyrsta skrefið í átt að því að keppa þar. Þeir eru stærsta íþróttamót fyrir unga íþróttamenn í evrópu þar sem keppt er í mörgum mismunandi íþróttagreinum. Eitt af markmiðum leikanna er að hvetja ungmenni til þess að æfa íþróttir og lifa heilbrigðu líferni.

Aldursviðmið mótsins eru eftirfarandi: keppandi þarf að vera fæddur á tímabilinu 01.07.2000-30.06.2002.

Fulltrúi Íslands á leikunum verður Herdís Birna Hjaltalín frá Skautafélaginu Björninn.
Herdís Birna keppir í Unglingaflokki A.
Hún mun fara á leikana með þjálfara sínum ásamt keppendum og þjálfara frá Skíðasambandi Íslands.

Skautasamband Íslands óskar Herdísi Birnu góðs gengis á leikunum og vonum að þetta verði góð og uppbyggileg upplifun.

santa-claus-cup-2016-1

Ísold Fönn keppir erlendis

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er 10 ára skautari frá Skautafélagi Akureyrar og keppir í flokknum 12 ára og yngri A hér á Íslandi. Hún er í hópi ungra og efnilegra hjá Skautasambandi Íslands.

Síðustu mánuði hefur hún verið við æfingar í Slóvakíu og keppt víðsvegar um Evrópu ásamt móður og þjálfara, Ivetu Reitmayerova. Samtals hefur hún keppt í 6 keppnum síðan í október í fjórum mismunandi löndum. Móðir hennar segir þetta hafa verið mjög lærdómsríkt fyrir þær báðar, Ísold Fönn hafi fengið góða æfingu og góða keppnisreynslu.

Fyrsta mótið var í Slóvakíu, Grand Prix SNP Banská Bystrica, þar náði Ísold Fönn 1. sæti en alls tóku 24 keppendur tóku þátt í hennar flokki. Þetta var hörð samkeppni og var annað sætið ekki nema 1.5 stigum á eftir henni.

Næst tók við Skate Celje í Sloveníu, mót sem er hluti af 5 móta seríu European Criterium (alþjóðlegt mót fyrir unga skautara). Þar keppti Ísold Fönn með nýtt program í flokknum Cups 1. 36 keppendur voru skráðir frá 9 þjóðum. Ísold skautaði hreint prógram og bætti eigið stigamet á þessari mótaröð um rúm 3 stig (38.89 stig). Þessi frábæri árangur tryggði henni 1. sæti.

Þriðja mótið var Innsbrucker Eislaufverein (IEV) í Austurríki. Þetta mót var daginn eftir Skate Celje sem lauk kvöldinu áður og því þurfti að keyra um nóttina til Innsbruck. Keppniskröfurnar voru lægri en á hinum mótunum og tvö aldursár voru höfð saman. Á þessu móti keppti hún í Cups. Ísold Fönn skautaði ekki alveg hreint program en að dugði samt í 1. sæti. Hún fékk rúm 35 stig.

10th Santa Claus Cup var fjórða mótið. Ísold fipaðist í fyrsta stökki og ákvað að sleppa samsettningunni en tók hana í staðinn á öðrum stað í prógraminu. Þar bjargaði hún sér fyrir horn og dugði það í 1. sætið. Þarna sést að keppnisreynslan sem Ísold Fönn er að fá á þessu ferðalagi skilar sér afskaplega vel.

Ísold tók að lokum þátt í lítilli keppni í Slóvakíu í heimabæ Ivetu. Keppnin er hluti af landsmóti þeirra í Slóvakíu. Ísold má keppa í þessum keppnum til verðlaunasætis en getur ekki tekið þátt í stigakeppninni. Það var því ákveðið að keyra frá Bratislava til Kosice, 5 tíma akstur. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að bæta við þessu móti var að þjálfari vildi lofa Ísold reyna við tvöfaldan Axel í prógraminu. Henni gekk mjög vel þó svo axelinn hafi verið underroteraður ( 1.80) og vann mótið með 42.54.
Síðasta mótið var svo Grand Prix Bratislava. Þar lenti Ísold Fönn í 1. sæti í sínum flokki með 41.98 stig.

Þessi árangur Ísoldar Fannar er afskaplega góður og er hún er skautari sem vert er að taka eftir og fylgjast með í framtíðinni haldi hún áfram á sömu braut. Skautasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með góðan árangur og gaman verður að fylgjast með henni næstu misseri.